Dæmdur í áfengismeðferð

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Þorkell

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 29 ára gamlan síbrotamann í 2½ árs skilorðsbundið fangelsi fyrir fjölda brota. Skilorðið er háð því, að hann gangist undir dvöl á hæli í 1 ár í því skyni að venja hann af neyslu áfengis og deyfilyfja.

Maðurinn var nú fundinn sekur um ítrekaðan búðaþjófnað en hann stal einkum matvælum ýmiskonar. Þá var hann dæmdur fyrir fjársvik og fíkniefnabrot. Hann á langan sakaferil að baki, allt frá árinu 1997, og hefur margsinnis verið dæmdur fyrir auðgunarbrot, auk annarra brota. 

Hann var meðal annars dæmdur í 18 mánaða fangelsi árið 2009 fyrir skjalafals, ýmiskonar auðgunarbrot, brot gegn umferðarlögum og lögum um ávana og fíkniefni. 

Fram kemur í dómi héraðsdóms nú, að brotahrinan nú hafi byrjað nánast um leið og maðurinn lauk afplánun dómsins á síðasta ári. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í desember. 

Samkvæmt dómnum á maðurinn að hefja dvöl á meðferðarhæli innan viku frá uppkvaðningu dómsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka