Hlynntur núverandi samningi

Ragnar H. Hall.
Ragnar H. Hall.

Ragnar. H. Hall, lögmaður, sagði í fréttum Bylgjunnar, að hann væri hlynntur því að Icesave-samningurinn, sem nú liggur fyrir, verði samþykktur. Sagðist hann myndi greiða honum atkvæði.

Ragnar var andvígur samningnum, sem gerður var árið 2009 og felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu á síðasta ári.  Hann sagðist hins vegar hafa lýst þeirri skoðun oftar en einu sinni, að best væri fyrir Íslendinga að semja sig úr þeim vanda, sem Icesave hefur skapað.

Ragnar sagði, að ef endanleg niðurstaða dómstóla yrði sú að Íslendingar hafi á einhvern hátt vanrækt skyldur sínar gagnvart innlánstryggingasjóði, yrði það mikill skellur og ekki væri ráðlagt að taka þá áhættu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert