Markarfljót í nýjum farvegi

Ós Markarfljót er nú komin heldur austar en verið hefur …
Ós Markarfljót er nú komin heldur austar en verið hefur síðustu árin.

Vinna við tilfærslu Markarfljóts gengur vel en með verkinu er vonast til að aurburður að Landeyjahöfn minnki. Búið er að flytja fljótið fjær höfninni og unnið við að keyra út flóðvarnagarðinn.

„Þetta gengur bara vel, við erum meira en hálfnaðir og allt stefnir í að verkinu verði lokið í lok næstu viku,“ sagði Helgi B. Gunnarsson, yfirverkstjóri hjá Suðurverki, í samtali við sunnlenska.is.

„Fljótið er komið í þann farveg sem það á að vera í. Við hófum verkið á því að ýta því frá okkur þannig að nú er það á réttum stað. Þetta var alltaf að færa sig vestar,“ segir Helgi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert