Landhelgisgæslan, lögreglan og Háskóli Íslands njóta mests traust þeirra 15 stofnana sem Capacent Gallup spurði um í árlegri könnun á því trausti, sem borið er til stofnana.
Fjallað er um könnunina á vef Ríkisútvarpsins. Þar kemur fram að Landhelgisgæslan nýtur traust 89% landsmanna,
lögreglan 80% og Háskóli Íslands 76%, sem er
sama tala og í fyrra. 74% segjast treysta heilbrigðiskerfinu og 69% embætti sérstaks saksóknara.
Um þriðjungur þátttakenda, eða 33%, sögðust treysta þjóðkirkjunni. 16% sögðust treysta borgarstjórn Reykjavíkur og 12% sögðust treysta Alþingi. 6% sögðust síðan treysta bankakerfinu.