Einföld eða tvöföld kosning?

Dagsetning þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave liggur fyrir á föstudaginn. Þetta sagði Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í hádeginu í dag. Dagsetningin veltur ekki síst á því hvort kosið verði á sama tíma til stjórnlagaþings.

Ögmundur segir að ný landskjörstjórn verði kosin á næstu dögum. Áframhaldandi samskipti Íslendinga við Breta og Hollendinga vegna Icesave voru einnig rædd á fundinum, en ekkert liggur fyrir í þeim efnum.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert