Dagsetning þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave liggur fyrir á föstudaginn. Þetta sagði Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í hádeginu í dag. Dagsetningin veltur ekki síst á því hvort kosið verði á sama tíma til stjórnlagaþings.