Helmingur viðhaldskostnaðar vegna vöruflutningabifreiða

Stór vörubíll á Vesturlandsveginum.
Stór vörubíll á Vesturlandsveginum. mbl.is/Ingvar

Gróf­lega má áætla að rekja megi rúm­lega helm­ing af kostnaði við viðhald og viðgerðir á þjóðveg­um til um­ferðar vöru­flutn­inga­bif­reiða. Ef horft er til allr­ar þungaum­ferðar má áætla að rekja megi um tvo þriðju af þess­um kostnaði til henn­ar. Þetta kem­ur fram í svari inn­an­rík­is­ráðherra við fyr­ir­spurn þing­manns Hreyf­ing­ar­inn­ar.

Mar­grét Tryggva­dótt­ir, þingmaður Hreyf­ing­ar­inn­ar, spurði Ögmund Jónas­son, inn­an­rík­is­ráðherra, út í um­ferðarslys og vöru­flutn­inga á þjóðveg­um. Fram kem­ur að ekki séu til­tæk­ar ít­ar­leg­ar upp­lýs­ing­ar um niður­brot vega eft­ir mis­mun­andi um­ferðarflokk­um. Þungaum­ferð sé tal­in vera um 8% af heild­ar­um­ferð, sam­sett af um 6% vöru­flutn­ingaum­ferð og 2% ann­arri þungaum­ferð.
   
Þá seg­ir að fjár­veit­ing til viðhalds vega árið 2011 sé 4.679 millj. kr. Gróf­lega megi áætla að rekja megi rúm­lega helm­ing af þess­um kostnaði til vöru­flutn­inga­bif­reiða, en ef horft er til allr­ar þungaum­ferðar megi áætla að rekja megi um tvo þriðju af þess­um kostnaði til henn­ar.

175 bana­slys á tíu árum

Mar­grét spurði einnig út í bana­slys og kostnað við þau und­an­far­in tíu ár. Í svari ráðherra seg­ir að 175 bana­slys hafi orðið í um­ferðinni frá og með des­em­ber 2000 til og með nóv­em­ber 2010. Þar af séu 28 bana­slys þar sem vöru­bíl­ar komu við sögu. Einnig er listað upp hversu mörg slys með al­var­leg­um meiðslum hafa orðið, eða 1.372, og slys með litl­um meiðslum eða ein­göngu eign­artjóni, en þau eru 7.550. Önnur slys í um­ferðinni séu 65.795 á sama tíma­bili.

Beinn ár­leg­ur kostnaður miðað við öll slys nem­ur 37,3 millj­örðum króna, sam­kvæmt svari ráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert