Icesave í norskum fjölmiðlum

Á vef norska dagblaðsins Stavanger Aftenbladet er greint frá þeirri ákvörðun forseta Íslands að synja staðfestingu Icesave-frumvarpsins.

Þar er rætt við Helgu Gunnarsdóttur, sem búsett er í Stavanger. „Forsetinn kærði sig ekki um að hlusta á meirihluta Alþingis, en hann hefði getað tekið mark á verkalýðshreyfingunum og atvinnurekendum, sem hvött hann til að staðfesta frumvarpið,“ segir Helga í samtali við Stavanger Aftenbladet.

Bent er á að í Icesave-atkvæðagreiðslunni í fyrra hafi samningurinn verið felldur með miklum meirihluta og spurt er hvers vegna Íslendingar ættu að kjósa á annan hátt nú.

Helga segist telja að þá hafi íslenska þjóðin verið í áfalli, aðrar aðstæður séu uppi núna. Líkja megi þessu við það ef Norðmenn hefðu átt að kjósa um hvort þeir vildu hækka skatta, ólíklegt er að slík tillaga yrði samþykkt.

Hún segir að ekki sé hægt að setja dæmið þannig upp núna, íslenska þjóðin hafi tapað miklu á því að vera ekki búin að ganga frá Icesave málinu; skortur á erlendu fjármagni, sem rekja megi til Icesave deilunnar hafi seinkað uppbyggingarstarfsemi eftir hrunið.

Grein Stavanger Aftenbladet


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert