Segir stjórnvöld í Líbíu fremja stríðsglæpi

Össur Skarp­héðins­son ut­an­rík­is­ráðherra tel­ur að ef frétt­ir séu rétt­ar um það sem hafi gerst í Líb­íu þá hafi líb­ísk stjórn­völd gerst sek um stríðsglæpi.

„Fregn­ir greina frá því að þar hafi flug­vél­um og mjög þung­um vopn­um verið beitt gegn vopn­lausu fólki. Það held ég að í krafti margra alþjóðlegra laga falli und­ir skil­grein­ingu á stríðsglæp­um,“ sagði Össur á Alþingi í dag.

Það var Mar­grét Tryggva­dótt­ir, þingmaður Hreyf­ing­ar­inn­ar, sem spurði ráðherr­ann um af­stöðu hans til at­b­urðanna í Líb­íu.

„Íslenska rík­is­stjórn­in for­dæm­ir mjög harka­lega fram­ferði stjórn­valda í Líb­íu,“ sagði Össur.

Hann sagði gleðilegt að sjá að um alla N-Afr­íku hafi farið bylgju frels­is. Það sé líka já­kvætt að sjá að víðast hvar hafi stjórn­völd sýnt still­ingu í viðbrögðum sín­um. Hann sagðist hafa vonað að það boðaði breytta tíma. Hann sagði að ís­lensk stjórn­völd styðji öll öfl sem reyni að fá Gaddafi til að hverfa frá völd­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert