Segir stjórnvöld í Líbíu fremja stríðsglæpi

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra telur að ef fréttir séu réttar um það sem hafi gerst í Líbíu þá hafi líbísk stjórnvöld gerst sek um stríðsglæpi.

„Fregnir greina frá því að þar hafi flugvélum og mjög þungum vopnum verið beitt gegn vopnlausu fólki. Það held ég að í krafti margra alþjóðlegra laga falli undir skilgreiningu á stríðsglæpum,“ sagði Össur á Alþingi í dag.

Það var Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, sem spurði ráðherrann um afstöðu hans til atburðanna í Líbíu.

„Íslenska ríkisstjórnin fordæmir mjög harkalega framferði stjórnvalda í Líbíu,“ sagði Össur.

Hann sagði gleðilegt að sjá að um alla N-Afríku hafi farið bylgju frelsis. Það sé líka jákvætt að sjá að víðast hvar hafi stjórnvöld sýnt stillingu í viðbrögðum sínum. Hann sagðist hafa vonað að það boðaði breytta tíma. Hann sagði að íslensk stjórnvöld styðji öll öfl sem reyni að fá Gaddafi til að hverfa frá völdum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert