Vill breyta 26. greininni

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon mbl.is/Golli

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra seg­ist telja nauðsyn­legt að ræða breyt­ing­ar á 26. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar um synj­un­ar­vald for­seta. Fleiri þing­menn tóku und­ir þetta sjón­ar­mið í umræðum á Alþingi.

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, hóf umræðu utan dag­skrár á Alþingi í dag um ákvörðun for­seta Íslands að synja lög­um um Ices­a­ve staðfest­ing­ar. Bjarni sagði að viðbrögð stjórn­valda bentu til þess að rík­is­stjórn­in hefði ekki verið und­ir­bú­in und­ir þessa ákvörðun for­set­ans. Svo hefði verið í fleiri mál­um. Hann sagði að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn treysti þjóðinni til að taka upp­lýsta ákvörðun í þessu máli.

Bjarni sagði að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hefði alla tíð verið til­bú­inn til að ræða breyt­ing­ar á 26. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar um synj­un­ar­vald for­seta Íslands. Í vinnu stjórn­ar­skrár­nefnd­ar á ár­un­um 2006-2007 hefði hefðu full­trú­ar flokks­ins hvatti til þess að þess­ari grein yrði breytt eða hún af­num­in, en þá hefðu full­trú­ar annarra flokka lagst gegn því. Hann spurði Stein­grím hvort hann vildi breyta þess­ari grein nú.

Stein­grím­ur sagðist vera til­bú­inn til að ræða breyt­ing­ar á þess­ari grein. „26. gr. er hér und­ir og ég get tekið und­ir það að við hljót­um að þurfa að velta ýmsu fyr­ir okk­ur í þessu sam­bandi, þar á meðal t.d. því hvort að það eigi að skipta máli hversu um­deild mál eru þegar þau fara í gegn­um þingið ef synj­un­in er um að þau öðlist ekki staðfest­ingu; hvort það skipti máli hvort þar er minnsti mögu­legi meiri­hluti eða hvort þar er t.d. auk­inn meiri­hluti. Per­sónu­lega er ég líka þeirr­ar skoðunar að við eig­um að taka til skoðunar hvort að þess­um rétti sé ekki bet­ur fyr­ir komið með skil­greind­um hætti og þá um þau mál sem menn eru sam­mála um að séu til þess fall­in að fara í þjóðar­at­kvæði hjá þjóðinni sjálfri. Sömu­leiðis kem­ur til greina það fyr­ir­komu­lag sem t.d. er í stjórn­ar­skrá Dana, að skil­greind­ur minni­hluti þing­manna get­ur vísað máli í þjóðar­at­kvæði,“ sagði Stein­grím­ur.

Bjarni sagði það mik­il tíðindi að full­trú­ar allra flokka á þingi, nema Fram­sókn­ar­flokks­ins, hefðu lýst yfir stuðningi við hug­mynd­ir um að breyta 26. grein­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert