Bensínskattar hafa aldrei verið jafnháir

Tölurnar á bensínstöðvunum hafa hækkað undanfarið.
Tölurnar á bensínstöðvunum hafa hækkað undanfarið. mbl.is/Ernir

Skattar á eldsneyti í krónum talið hafa aldrei verið jafnháir og nú og féll metið enn einu sinni í gær þegar verð á bensín og dísil hækkaði enn eina ferðina.

Fram kemur í úttekt Morgunblaðsins í dag að á tímabilinu frá 1999 til dagsins í dag hafi álögur á bensín hækkað úr 76,3 krónum á hvern lítra í 111,8 krónur á hvern lítra, eða um 46,5%.

Sé miðað við 15.000 km meðalakstur á ári og að bifreið eyði átta lítrum á hundraðið hafa bensínskattar hækkað um 53% í krónum talið, eða úr 87.462 krónum í 133.938 krónur.

Þýðir það að hjón sem reka tvo bíla greiða nú hátt í 270.000 krónur á ári í bensínskatt sé reiknað út frá sömu forsendum.

Hið háa bensínverð er farið að hafa áhrif á eftirspurn eftir stórum og eyðslufrekum notuðum bílum sem seljast nú minna en áður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert