Eignir REI verða seldar

Orkuveitan.
Orkuveitan. mbl.is/Árni Sæberg

Skrifað var í dag undir viljayfirlýsingu um kaup Nevada Geothermal Power (NGP) á öllum jarðhitaréttindum Iceland America Energy (IAE) í sunnanverðri Kaliforníu. Orkuveita Reykjavíkur, í gegnum dótturfélagið Reykjavik Energy Invest, á 77% í IAE og eru réttindin helsta eign fyrirtækisins.

Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur er söluverðið 4,15 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði tæplega hálfs milljarðs króna. Nýju eigendurnir leggja kapp á að nýta reynslu og þekkingu sérfræðinga OR við uppbyggingu jarðhitanýtingar á svæðinu, en ekki verður um fjárfestingu í verkefnunum að ræða af hálfu OR eða dótturfélaga.

Kaupverðið er greitt með reiðufé en aðallega með hlutabréfum í NGP, sem skráð eru á markaði. Nevada Geothermal Power rekur eina virkjun í Nevada-fylki og á þar frekari vinnslurétt auk réttinda í Oregon. Fyrirtækið er skráð á verðbréfamarkaði vestanhafs. Stefnt er að því að ljúka samningum fyrir marslok.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert