Eignir REI verða seldar

Orkuveitan.
Orkuveitan. mbl.is/Árni Sæberg

Skrifað var í dag und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu um kaup Nevada Geot­hermal Power (NGP) á öll­um jarðhita­rétt­ind­um Ice­land America Energy (IAE) í sunn­an­verðri Kali­forn­íu. Orku­veita Reykja­vík­ur, í gegn­um dótt­ur­fé­lagið Reykja­vik Energy In­vest, á 77% í IAE og eru rétt­ind­in helsta eign fyr­ir­tæk­is­ins.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Orku­veitu Reykja­vík­ur er sölu­verðið 4,15 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala, jafn­v­irði tæp­lega hálfs millj­arðs króna. Nýju eig­end­urn­ir leggja kapp á að nýta reynslu og þekk­ingu sér­fræðinga OR við upp­bygg­ingu jarðhita­nýt­ing­ar á svæðinu, en ekki verður um fjár­fest­ingu í verk­efn­un­um að ræða af hálfu OR eða dótt­ur­fé­laga.

Kaup­verðið er greitt með reiðufé en aðallega með hluta­bréf­um í NGP, sem skráð eru á markaði. Nevada Geot­hermal Power rek­ur eina virkj­un í Nevada-fylki og á þar frek­ari vinnslu­rétt auk rétt­inda í Or­egon. Fyr­ir­tækið er skráð á verðbréfa­markaði vest­an­hafs. Stefnt er að því að ljúka samn­ing­um fyr­ir mars­lok.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert