„Ekki búin að gefast upp“

mbl.is/Ómar

„Það er nátt­úr­lega mikið að okk­ur þrengt. Ég veit ekki hvað verður en eins og staðan er núna þá stefn­ir í að skóla­starfi ljúki um mitt næsta ár. Svo kross­leggj­um við fing­ur og von­umst til að þessu ástandi linni í þjóðfé­lag­inu,“ seg­ir Ólaf­ur Hauk­ur John­son, skóla­stjóri Mennta­skól­ans Hraðbraut­ar um ákvörðun mennta­málaráðuneyt­is að end­ur­nýja ekki sam­starf við skól­ann.

Aðspurður hvaða lausn­ir séu nú í boði seg­ir Ólaf­ur að verið sé að skoða ýms­ar leiðir. „Við erum ekki búin að gef­ast upp hér, það skyldi eng­inn ætla okk­ur það. Við erum að fara yfir málið og það verður tek­in ákvörðun um það á næstu vik­um hvernig við hög­um fram­hald­inu.“

Að sögn Ólafs hef­ur kennsla farið fram með eðli­leg­um hætti í dag. „ Ég kallaði nem­end­ur sam­an og það fóru fimm mín­út­ur af síðustu kennslu­stund­inni. Við ætl­um að reyna að stýra þessu á þann hátt að það verði eng­in trufl­un.“

Líkt og mbl.is greindi frá fyrr í dag verður nem­end­um sem hófu nám sl. haust gert kleift að ljúka námi sínu við skól­ann á vorönn 2012. Að sögn Ólafs hef­ur mik­il óvissa og hræðsla ríkt á meðal nem­enda í nokk­urn tíma og þeir að sjálf­sögðu fegn­ir frétt­un­um. „Já ég myndi nú halda það að þeim væri mjög létt. Þetta er hins veg­ar hræðilegt mál að taka starfs­stöð 225 ein­stak­linga og slátra þeim með þess­um hætti.“ 

Á heimasíðu Mennta­skól­ans Hraðbraut­ar má finna til­kynn­ingu frá Ólafi varðandi málið.

Ólafur Haukur Johnson
Ólaf­ur Hauk­ur John­son Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert