Flestir ánægðir með Nova

Vefur Nova.
Vefur Nova.

Símafélagið Nova fékk hæstu einkunn allra fyrirtækja, 73,1 stig af 100 mögulegum, í mælingu íslensku ánægjuvogarinnar í ár en þetta er tólfta árið sem ánægja viðskiptavina íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti.

Að þessu sinni voru 25 fyrirtæki í 7 atvinnugreinum mæld. Niðurstöður byggja á svörum um 200-500 viðskiptavina hvers fyrirtækis. 

Í fyrsta sæti í flokki banka og sparisjóða var Spari­sjóðurinn með einkunnina 71,5. Í flokki tryggingafélaga var Tryggingamiðstöðin í fyrsta sæti með 68,7. Fallorka var í fyrsta sæti raforkusala með 64,8. Nova var í fyrsta sæti í flokki farsímafyrirtækja með einkunnina 73,1, ÁTVR var efst í flokki smásölufyrirtækja með einkunnina 71,6, Atlantsolía var efst á meðal olíufélaga með einkunnina 67,4 og Byko var efst á meðal mældra byggingavöruverslana með einkunnina 60,1.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert