Goðafoss dreginn á flot

Goðafoss dreginn af strandstað. Myndin er af vef norsku siglingastofnunarinnar.
Goðafoss dreginn af strandstað. Myndin er af vef norsku siglingastofnunarinnar. Vefur norsku siglingastofnunarinnar.

Goðafoss var dreg­inn á flot á morg­un en skipið strandaði við Hval­er í Óslóarf­irði sl. fimmtu­dags­kvöld. Þrír drátt­ar­bát­ar voru notaðir við verkið.

Að sögn frétta­vefjar Fredrikstads Blad var skipið dregið á flot klukk­an 7 að norsk­um tíma. Mik­ill viðbúnaður var á svæðinu. Fólk frá Rauða kross­in­um, al­manna­vörn­um Nor­egs, slökkviliði og björg­un­ar­sveit­um var á staðnum auk starfs­manna norsku sigl­inga­stofn­un­ar­inn­ar.

Tvö norsk varðskip, Norn­en og Har­stad, og sænska varðskipið Poseidon, voru á svæðinu auk tveggja norskra og tveggja sænskra skipa með olíu­hreinsi­búnað. Yfir flaug flug­vél norska flug­hers­ins sem fylgd­ist með því hvort olía læki úr skip­inu þegar það var dregið á flot. 

Blaðamaður Fredrikstads Blad, sem fylgd­ist með, seg­ir að í raun hafi skipið flotið sjálft af strandstaðnum á há­flóði.

Að sögn norsku sigl­inga­stofn­un­ar­inn­ar sást myndaðist þunn olíu­brák á sjón­um þegar skipið var dregið á flot en lensu­dæl­ur, sem voru í kring­um skipið, hreinsuðu brák­ina strax.   

Tveir drátt­ar­bát­ar drógu Goðafoss á flot en sá þriðji var í viðbragðsstöðu. Skipið var dregið inn fyr­ir Kjerr­ing­hol­men þar sem það lagðist við akk­eri. Verða skemmd­ir kannaðar og síðan verður farm­ur­inn flutt­ur í Detti­foss, syst­ur­skip Goðafoss, sem kem­ur til Fredrikstad í kvöld. Einnig verður olíu dælt af skip­inu.  Lík­legt er að skipið verði síðan dregið til Gauta­borg­ar eða Dan­merk­ur til viðgerðar.

Alls voru 435 gám­ar um borð í Goðafossi og af þeim 188 tóm­ir. Farm­ur­inn var sam­tals 3459 tonn en hluti gámanna var flutt­ur frá borði þar sem talið var að létta þyrfti skipið um 1200-1500 lest­ir áður en það var  dregið af strandstað.

Skipið lá fast á 50 metra kafla fyr­ir miðju þess en fram- og aft­ur­endi voru á floti.

Rúm­lega 800 tonn af olíu voru um borð þegar skipið strandaði. Hundrað rúm­metr­ar af olíu hafa verið hreinsaðir upp en það eru í kring­um 100 tonn. Fjór­ir tank­ar eru skemmd­ir, en olía var í þrem­ur þeirra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert