Telur Icesave-málið ekki það stórt

Sölvi Tryggvason
Sölvi Tryggvason Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Ég hef ekki hótað af­sögn. Ég sagði að ég myndi hugsa minn gang, sem er eðli­legt að ráðherra geri ef frum­varp frá hon­um og þing­inu er hafnað,“ sagði Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra í Spjall­inu með Sölva Tryggva­syni á Skjá ein­um í kvöld.

Aðspurður hvort hann hefði slitið öll sam­skipti við Ólaf Ragn­ar Gríms­son, for­seta Íslands, í janú­ar 2010 eft­ir að Ices­a­ve-lög­un­um var synjað taldi Stein­grím­ur það ekki vera rétt. Sölvi benti á að þeir tveir hefðu ekki hist á tveggja manna fund­um frá þeim tíma, líkt og tíðkaðist hjá for­seta og fjár­málaráðherra, sagði Stein­grím­ur: „Staðreynd­in er sú að for­set­inn hef­ur ekki óskað eft­ir slík­um fund­um með mér.“

Stein­grím­ur sagði hvorki hann né Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur hafa íhugað breyt­ingu á 11. grein stjórn­ar­skrár­inn­ar, þar sem mælt er fyr­ir að þingið víki for­set­an­um með stuðningi meiri­hluta þings­ins. „Þetta er hugsað sem al­ger ör­ygg­is­ventill. Það þarf 3/​4, ef ég man rétt, þing­manna til að samþykkja og síðan fer það í þjóðar­at­kvæði. Það er nú mikið á menn lagt að fara að standa í slíku,“ sagði Stein­grím­ur og bætti við að stutt væri í næstu for­seta­kosn­ing­ar.

Þá bar Sölvi þessa spurn­ingu upp: „Í hjarta þínu, ef þú vær­ir í stjórn­ar­and­stöðu, held­urðu að þú vær­ir ekki hlynnt­ur því að þetta mál færi í þjóðar­at­kvæðagreiðslu?“ Stein­grím­ur svaraði: „Nei ég ef­ast um það vegna þess hvernig það er vaxið. Ég tel, og það kannski hneyksl­ar ein­hverja, en ég ætla að segja það samt. Ég tel þetta mál ekki svo stórt.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert