Stofna félag um Vaðlaheiðargöng í næstu viku

Snjó blásið af veginum í Vaðlaheiði.
Snjó blásið af veginum í Vaðlaheiði. mbl.is/Skapti

Nýtt fé­lag sem áform­ar að ráðast í bygg­ingu Vaðlaheiðarganga og reka þau verður stofnað í næstu viku. Ögmund­ur Jónas­son inn­an­rík­is­ráðherra seg­ist hafa gefið grænt ljós á forút­boð vegna gang­anna. Hann sagði miklu skipta að heima­menn á Norður­landi styðji að fjár­magna göng­in með gjald­töku.

Ögmund­ur sagði þetta í umræðum um vega­gerð og veg­gjöld, en Jón Gunn­ars­son alþing­ismaður hóf umræðuna. Jón sagði al­var­legt ástand hafa skap­ast í verk­tak­a­starf­semi vegna mik­ils sam­drátt­ar í vega­gerð. Vega­gerðin hefði áhyggj­ur af því að reynsla og þekk­ing tapaðist vegna þessa. Hann minnti á yf­ir­lýs­ing­ar stjórn­valda frá því í des­em­ber, að ráðist yrði í 40 millj­arða fram­kvæmd­ir í vega­mál­um á næstu árum og að farið yrði í 6 millj­arða útboð í janú­ar og fe­brú­ar á þessu ári. Ekk­ert hefði hins veg­ar gerst.

Ögmund­ur sagði að Alþingi hefði markað þá stefnu að ráðast í flýtifram­kvæmd­ir í vega­gerð og að þær yrðu fjár­magnaðar með gjald­töku. Andstaða hefði komið fram við þessa gjald­töku á Suður- og Vest­ur­landi. Hann sagði að ekki hefði verið horfið frá þess­um fram­kvæmd­um. Sama andstaða væri ekki við málið á Norður­landi og því væri verið að und­ir­búa göng und­ir Vaðlaheiði. Með forút­boði fengju menn upp­lýs­ing­ar um vaxta­kostnað og þær upp­lýs­ing­ar væru mik­il­væg­ar.

Guðmund­ur Stein­gríms­son alþing­ismaður sagði að ástæðan fyr­ir and­stöðu við málið væri að dæmið væri allt mjög óskýrt. Þegar hann hefði samþykkt að fara þessa leið hefðu menn verið að tala um 70-100 kr. gjald, en síðan hefðu menn farið að tala um mun hærri upp­hæðir. Málið hefði aldrei verið sett fram við íbúa með aðlaðandi hætti. Ögmund­ur sagði málið ekki snú­ast um að draga upp aðlaðandi mynd af því held­ur að setja það fram með raun­sönn­um hætti. Kostnaður við breikk­un vega á SV-horni lands­ins réðist m.a. af því hvort við vær­um að tala um 2 +1 veg eða 2 + 2 veg.

Jón Gunn­ars­son sagði að rík­is­stjórn­in hefði staðið fyr­ir auk­inni skatt­heimtu á vegna um­ferðar og það m.a. breytti stöðu máls­ins. Hann sagðist vilja fjár­magna þetta með skött­um, en ekki gjald­töku. Kristján Möller alþing­ismaður sagði að sú leið þýddi að það tæki okk­ar 25-30 ár að byggja þessa vegi miðað við það fjár­magn sem væri til skipta til vega­gerðar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert