Ekkert ákveðið með stjórnlagaþing

Kosið til Stjórnlagaþings á Kjarvalsstöðum
Kosið til Stjórnlagaþings á Kjarvalsstöðum Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Engin niðurstaða varð á fundi stjórnlagaþingsnefndar á Alþingi nú síðdegis. Nefndin fundar aftur um málið á morgun. Nefndarmenn ræddu þá stöðu sem upp er komin í stjórnlagaþingsmálinu og eru einkum tveir kostir til skoðunar.

Þeir eru annars vegar að fram fari uppkosning með sömu frambjóðendum og hins vegar að þeir 25 sem náðu kjöri myndi ráðgefandi hóp sem skili tillögum til Alþingis.

Um hádegisbilið á morgun, fimmtudag, hittast flokkarnir á þingflokksfundum og að því loknu mun nefndin aftur hittast til að ræða framhaldið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert