Ráðherrar svara ekki eldri borgara

Kristín H. Tryggvadóttir.
Kristín H. Tryggvadóttir.

„Ég veit ekkert, ég hef ekki fengið neitt bréf,“ segir Kristín H. Tryggvadóttir ellilífeyrisþegi sem hefur beðið eftir svari frá fjórum ráðherrum í meira en þrjár vikur.

Í bréfi sínu til forsætis-, fjármála-, velferðar- og innanríkisráðherra 30. janúar sl. óskaði Kristín skýringa á því hvers vegna hún þyrfti að borga um 240.000 kr. í dvalarkostnað á Hrafnistu og héldi eftir aðeins um 65.000 kr. af yfir 400.000 kr. lífeyrisgreiðslum.

„Ég veit ekkert hvenær þeir hafa tíma en ég er enn að vonast eftir því,“ segir Kristín í Morgunblaðinu í dag um biðina eftir svari. Og bætir við að fólk á Hrafnistu spyrji hana reglulega hvort hún hafi heyrt frá ráðherrunum enda vilji það umræðu um málið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert