Karlmaður á þrítugsaldri var
handtekinn í verslun á höfuðborgarsvæðinu síðdegis í gær en þar hafði
maðurinn stolið allnokkrum tölvuleikjum.
Að sögn lögreglu hafði þjófurinn stungið tölvuleikjunum í tösku, sem hann hafði meðferðis en taskan var sérstaklega útbúin þannig að ekki væri hægt að nema þjófavörn þegar farið væri framhjá skynjara í öryggishliði, líkt og nú er í flestum verslunum.
Ekki virkaði þetta sem skyldi hjá þjófinum og hann var handtekinn.
Þá voru fögur
ungmenni handtekin fyrir þjófnaði í fyrirtæki Kópavogi í gær en
þar höfðu þau stolið tölvu. Í fórum þeirra reyndust vera fleiri illa
fengnir munir en ungmennin, tveir piltar og tvær stúlkur, eru á
aldrinum 17-19 ára.