Samtök lánþega hafa sent innanríkisráðherra bréf þar sem hann er hvattur beita sér fyrir því að fjármögnunarfyrirtæki láti undanbragðalaust af heimildarlausum hótunum.
Í bréfinu eru fjármögnunarfyrirtækin Lýsing og SP fjármögnun sökuð um að beita hótunum um ólögmæta vörslusviptingu bifreiða bregðist viðskiptavinur ekki við til samræmis við framsettar kröfur.
„Er þar bæði átt við hótun um vörslusviptingu bifreiðar hjá aðilum sem sótt hafa um greiðsluaðlögun hjá embætti Umboðsmanns skuldara, sem og hótun um vörslusviptingu gagnvart þeim aðilum sem vilja leita upplýsinga um forsendur endurútreiknings samninga sem dæmdir hafa verið andstæðir lögum nr. 38/2001,“ segir í bréfinu, en afrit af því hafa m.a. verið send þingmönnum, fjölmiðlum og lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins.
Samtökin telja að fjármögnunarfyrirtækjum sé ekki heimilt að beita þeim úrræðum þau hóti.
Þá segir að stjórnvöld hafi ófrávíkjanlega skyldu til inngripa og verði að gefa lögreglunni skýr fyrirmæli um að verja eigur og réttindi fólks.