Strandið tafði skófluna

Hjólaskófla frá Volvo.
Hjólaskófla frá Volvo.

Ístak keypti á dögunum ógnarstóra hjólagröfu af Brimborg sem nota á við gerð Búðarhálsvirkjunar.

Síðustu misseri hefur verið fátítt að jarðvinnuvélar séu keyptar til landsins og hjá Brimborg sjá menn fá merki þess að verktakageirinn sé að taka við sér, fyrir utan vinnu við Búðarhálsvirkjun.

Hjólaskóflan er tæplega 50 tonn, sú stærsta af Volvo-gerð sem hingað hefur verið flutt. Setja átti hana um borð í Goðafoss fyrir helgi en vegna strandsins seinkar komu hennar um tvær vikur. Það ætti þó ekki að koma að sök því skófluna sem fylgir gröfunni, og tekur 7,1 rúmmetra í einu, átti hvort sem er ekki að afhenda strax. Ístak keypti fyrir áramót aðra slíka af Brimborg sem notuð er við verkefni í Noregi.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert