Sverrir í miðstjórn ASÍ í stað Kristjáns

Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri Afls á Austurlandi og Magnús Pétursson …
Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri Afls á Austurlandi og Magnús Pétursson ríkissáttasemjari við samningaborðið. mbl.is/Ómar

Sverrir Mar Albertsson framkvæmdastjóri AFLs á Austurlandi hefur tekið sæti í miðstjórn ASÍ sem aðalmaður. Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambandsins valdi Sverri til setu í miðstjórn ASÍ en Sverrir kemur í stað Kristjáns Gunnarssonar formanns Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur sem sagði af sér öllum trúnaðarstörfum fyrir Starfsgreinasambandið og ASÍ í byrjun mánaðarins.

Þá ákvörðun tók Kristján eftir fjölmiðlaumfjöllun um störf hans sem stjórnarmanns í Sparisjóði Keflavíkur með þeim orðum að trúverðugleiki hans hefði beðið hnekki. Sverrir hefur áður átt sæti í miðstjórn ASÍ.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert