26% treysta íslenska hernum

Hermaður, þó ekki íslenskur, fylgist með herþyrlu í Afganistan.
Hermaður, þó ekki íslenskur, fylgist með herþyrlu í Afganistan. Reuters

Samkvæmt niðurstöðum könnunar Eurobarometer á trausti til evrópskra stofnana kemur í ljós að 26% Íslendinga treysta íslenska hernum. Almennt traust til hersins mælist að meðaltali 70% innan ESB landanna 27.

Einnig kemur fram að 56% Íslendinga bera lítið traust til hersins en 18% þykir hann hvorki traustvekjandi né ótraustsvekjandi.

Könnunin, sem einhverjum kann að þykja ófullnægjandi, er gefin út af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Spurt almennt um heri

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert