Breytingar á stjórn FEB

Eldri borgarar liðka sig í sundleikfimi. Mynd úr safni.
Eldri borgarar liðka sig í sundleikfimi. Mynd úr safni. mbl.is/hag

Breytingar hafa orðið á stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, en aðalfundur félagsins var haldinn fyrir fullu húsi í síðustu viku. Á fundinum var einnig fjallað um ýmis hagsmuna- og baráttumál eldri borgara.

Á fundinum náðu þrír nýir stjórnarmenn kjöri, eða þau Bryndís Hagen Torfadóttir, Sólveig Hákonardóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. 

Þá voru samþykktar nokkrar ályktanir um ýmsar réttindaskerðingar sem eldri borgarar hafa mátt þola að undanförnu, að því kemur fram í tilkynningu.

Nánar á heimasíðu félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert