Forsetinn vill ekki tjá sig

Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson. mbl.is/Golli

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, vildi ekki tjá sig um svar Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra á Alþingi í dag þegar eftir því var leitað eftir blaðamannafund á Bessastöðum í dag. Jóhanna neitaði að hafa hótað stjórnarslitum undirritaði forsetinn ekki Icesave-lögin. 

„Svarið er nei,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra þegar Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður spurði hvort hún hefði hótað forseta Íslands afsögn ef hann staðfesti ekki Icesave-lögin.

Sigurður Kári rifjaði upp orð Ólafs Ragnar Grímssonar, forseta Íslands, í Silfri Egils, en þar gaf hann til kynna að ráðherrar hefðu hótað afsögn ef lögin yrðu ekki staðfest. Þar sagði forsetinn: „Þetta er ekki létt byrði að bera, að láta öll spjót standa á sér, láta ráðherra hóta að segja af sér eða að ríkisstjórnin fari frá o.s.frv.“

Jóhanna sagði að þingmaðurinn yrði að fara til Bessastaða ef hann vildi grennslast fyrir um þetta. „Ég á af og til samtöl við forsetann á Bessastöðum, en þetta atriðið sem háttvirtur þingmaður nefnir, hótanir við forseta, það er af og frá að það sé rétt,“ sagði Jóhanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka