Húsaleigan var tvöfalt hærri

Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg.
Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg. mbl.is/GSH

Eigendur Kaupangs, félags sem rak Bókabúð Máls og menningar, létu verslunina greiða nærri tvöfalt hærri húsaleigu fyrir húsnæðið við Laugaveg 18, þar sem verslunin var til húsa, en Penninn Eymundsson greiddi þegar hann rak þar verslun. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Eigendur  Kaupangs eiga jafnframt húsnæðið. Fréttablaðið segir, að húsaleiga verslunarinnar hafi verið 3,4 milljónir á mánuði í lok ársins 2009 sem sé 30-35% hærra leiguverð en í sambærilegu verslunarrými í nágrenninu.

Jóhannes Sigurðsson, stjórnarformaður Bókabúðar Máls og menningar ehf. og einn eigenda Kaupangs, vildi ekki tjá sig um leiguverðið við Fréttablaðið. Félagið Bókabúð  Máls og menningar ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta í síðustu viku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka