Icelandair „Fyrirtæki ársins“

Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair.
Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair.

Flugfélagið Icelandair var í dag valið „Fyrirtæki ársins“ hjá Félagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH). Guðrún Ragnarsdóttir, formaður dómnefndar, sagði flugfélagið „nútímalegt þekkingarfyrirtæki sem starfar í síbreytilegu alþjóðlegu rekstarumhverfi þar sem miklar áskoranir eru framundan.“ Hún sagði það jafnframt vera gríðarlega mikilvægt fyrir íslenskt samfélag og vel að verðlaununum komið.

Þá var Birkir Hólm Guðnason valinn „Viðskiptafræðingur ársins“, og er þetta í níunda sinn sem Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga velur viðskiptafræðing eða hagfræðings ársins. Við valið er leitað eftir áliti félagsmanna FVH með vefkönnun en endanleg ákvörðun er í höndum dómnefndar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert