Icesave hefur áhrif á samninga

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. mbl.is/Ernir

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave eigi ekki að hafa áhrif á kjaraviðræður en muni mögulega hafa áhrif á forsendur kjarasamninganna.

„Við reiknum með því að ljúka kjarasamningum áður en kemur til þessarar atkvæðagreiðslu. En það er alveg ljóst að kjarasamningar verða byggðir upp á ákveðnum forsendum um uppbyggingu. Niðurstaða þessarar atkvæðagreiðslu mun auðvitað hafa áhrif á þær forsendur,“ segir Gylfi.

„Ef við förum dómstólaleiðina þá þurfum við að leggja mat á það hvaða afleiðingar það hefur á uppbyggingu og fjárfestingar, aðgengi okkar að fjármálamörkuðum og annað.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert