Mörg gjaldþrot

Vinnslusalur fiskvinnslufyrirtækisins Eyrarodda á Flateyri.
Vinnslusalur fiskvinnslufyrirtækisins Eyrarodda á Flateyri. mbl.is/Halldór

Hátt í 20 fyr­ir­tæki sem nýir eig­end­ur Eyr­arodda á Flat­eyri hafa stýrt, hafa orðið gjaldþrota, að því er kom fram í frétt­um Sjón­varps­ins í kvöld. Þá hef­ur ann­ar eig­end­inn hlotið dóm fyr­ir stór­fellt brot á fisk­veiðilög­gjöf­inni.

Fyr­ir­tækið Lotna ehf. hef­ur gert samn­ing um kaup á öll­um eig­um þrota­bús Eyr­arodda á Flat­eyri. Eig­end­ur Lotnu eru Sig­urður Aðal­steins­son og Kristján Sig­urður Kristjáns­son.

Sjón­varpið vitnaði til upp­lýs­inga úr fyr­ir­tækja­skrá þar sem kom fram að 20 fyr­ir­tæki sem eig­end­ur Lotnu hafa stýrt, hafa orðið gjaldþrota, þar af 17 á síðast liðnum 10 árum. Séu þau fyr­ir­tæki tek­in með sem þeir Sig­urður og Kristján hafa verið meðstjórn­end­ur í séu dæm­in mun fleiri.

Þá sagði Sjón­varpið að kristján hefði árið 2003 verið dæmd­ur í héraðsdómi Vest­ur­lands í 6 mánaða fang­elsi og háa fjár­sekt fyr­ir að að halda bát­um ít­rekað að veiðum án til­skil­inna afla­heim­ilda.

Sig­urður sagði við Sjón­varpið í kvöld að hann væri ekki leng­ur ann­ar eig­andi Lotnu held­ur hefði son­ur hans tekið við.

Vef­ur Rík­is­út­varps­ins

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert