Mörg gjaldþrot

Vinnslusalur fiskvinnslufyrirtækisins Eyrarodda á Flateyri.
Vinnslusalur fiskvinnslufyrirtækisins Eyrarodda á Flateyri. mbl.is/Halldór

Hátt í 20 fyrirtæki sem nýir eigendur Eyrarodda á Flateyri hafa stýrt, hafa orðið gjaldþrota, að því er kom fram í fréttum Sjónvarpsins í kvöld. Þá hefur annar eigendinn hlotið dóm fyrir stórfellt brot á fiskveiðilöggjöfinni.

Fyrirtækið Lotna ehf. hefur gert samning um kaup á öllum eigum þrotabús Eyrarodda á Flateyri. Eigendur Lotnu eru Sigurður Aðalsteinsson og Kristján Sigurður Kristjánsson.

Sjónvarpið vitnaði til upplýsinga úr fyrirtækjaskrá þar sem kom fram að 20 fyrirtæki sem eigendur Lotnu hafa stýrt, hafa orðið gjaldþrota, þar af 17 á síðast liðnum 10 árum. Séu þau fyrirtæki tekin með sem þeir Sigurður og Kristján hafa verið meðstjórnendur í séu dæmin mun fleiri.

Þá sagði Sjónvarpið að kristján hefði árið 2003 verið dæmdur í héraðsdómi Vesturlands í 6 mánaða fangelsi og háa fjársekt fyrir að að halda bátum ítrekað að veiðum án tilskilinna aflaheimilda.

Sigurður sagði við Sjónvarpið í kvöld að hann væri ekki lengur annar eigandi Lotnu heldur hefði sonur hans tekið við.

Vefur Ríkisútvarpsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert