Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, veitti í gær viðtöku Evrópunefnd sænska ríkisdagsins. Fram kemur í tilkynningu að þingmennirnir, sem séu hér í stuttri heimsókn ásamt fjárlaganefnd, hafi m.a. rætt um aðildarumsókn Íslands að ESB.
Segir að sænsku þingmennirnir hafi lagt áherslu á að Ísland sé velkomið í Evrópusambandið.
Fram kemur að Jón hafi gert nefndinni grein fyrir aðildarumsókn Íslands og þeim skilyrðum sem samninganefnd Íslands séu sett af Alþingi og hvernig um þau sé fjallað í aðildarviðræðum. Þá hafi hann greint frá sinni afstöðu og afstöðu síns flokks til ESB aðildar. Hann gat þess að aðeins einn flokkur á Alþingi hefði aðild að ESB á stefnuskrá sinni.