Samningsbrotamál líklegast

Stefán Már Stefánsson.
Stefán Már Stefánsson. mbl.is/Ásdís

Ef Ices­a­ve-samn­ingn­um verður hafnað í þjóðar­at­kvæðagreiðslu er lík­leg­ast að ESA fari af stað með samn­ings­brota­mál gegn Íslend­ing­um fyr­ir EFTA-dóm­stóln­um. Gera verður ráð fyr­ir að Íslend­ing­ar gætu tapað því máli.

Þetta seg­ir Stefán Már Stef­áns­son, pró­fess­or við laga­deild Há­skóla Íslands en hann hélt fyr­ir­lest­ur á opn­um fundi Land­sam­bands fram­sókn­ar­kvenna og Sam­bands ungra fram­sókn­ar­manna um Ices­a­ve-deil­una í dag.

Sú mál­sókn sé lík­leg­asta niðurstaðan þar sem ESA hafi þegar gert grein fyr­ir viðhorfi sínu í áminn­ing­ar­bréfi til ís­lenskra stjórn­valda. Stefán seg­ist al­ger­lega ósam­mála þeirri túlk­un á til­skip­un um inni­stæðutrygg­ing­ar sem þar kem­ur fram en gera þurfi ráð fyr­ir þeim mögu­leika að EFTA-dóm­stól­inn grípi sama agnið.

Ef Ísland tapi því máli þá sé sá dóm­ur bind­andi en ekki sé hægt að koma fram nein­um viður­lög­um. Íslend­ing­um beri þá sjálf­um að koma mál­um í lög­mætt horf og skil­greina sjálf­ir skyld­ur sín­ar í þeim efn­um. Þá vakni ýms­ar spurn­ing­ar hvernig það eigi að ger­ast, hvaða fjár­hæðir ætti að greiða og hvenær. Þá mætti hugsa sér að fara þyrfti í annað samn­ings­brota­mál til að at­huga hvort Íslend­ing­ar hefðu full­nægt skyld­um sín­um.

Ísland færi ekki á koll

Þá ræddi Stefán Már um hugs­an­leg­ar af­leiðing­ar þess fyr­ir Ísland að fara ekki eft­ir hugs­an­leg­um dómi EFTA-dóm­stóls­ins um samn­ings­brot. Seg­ir hann að Ísland færi ekki á koll við að tapa mál­inu en það hefði óþæg­indi í för með sér.

„Mér dett­ur ekki í hug að ís­lenska ríkið gerði ekki að minnsta kosti eitt­hvað en ef Ísland ger­ir ekki nóg eða ekk­ert í raun þá erum við með það yfir okk­ur að við séum að brjóta alþjóðalög. Ég sé það fyr­ir mér í viðskipta- og póli­tísku sam­starfi okk­ar,“ seg­ir Stefán Már.

Stefán var spurður hvort að EES-samn­ing­um gæti verið sagt upp ef Íslend­ing­ar hafna Ices­a­ve-samn­ingn­um í þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Sagði hann ekk­ert samn­ings­brot fel­ast í því enda höf­um við aðeins verið að fara eft­ir stjórn­skipu­lags­leg­um regl­um lands­ins. Auðvitað geti samn­ingn­um verið sagt upp eins og alltaf en hugs­an­leg höfn­un samn­ings­ins sé ekki samn­ings­brot sem gefi til­efni til þess.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert