Vissi ekki að vinna við ráðningu væri hafin

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra.
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra. Ómar Óskarsson

Guðbjarti Hannessyni, velferðarráðherra, var ekki kunnugt um að byrjað væri að undirbúa ráðningu starfsfólks til stofnunar sem verður til við sameiningu Lýðheilsustöðvar og landlæknisembættisins.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir alþingismaður spurði ráðherrann út í þetta mál á Alþingi í morgun. Hún sagði að heilbrigðisnefnd væri þessa dagana að fjalla um frumvarp um sameiningu þessara stofnana. Það hefðu hins vegar borist fréttir um að verið væri að spyrja starfsmenn hvort þeir áformuðu að ráða sig til hinnar nýju stofnunar og fólki væri gefinn vikufrestur til að svara. Ekki væri hins vegar búið að samþykkja lögin og ekki væri búið að ráða yfirmann þessarar stofnunar. Hún sagði að það bryti í bága við góða stjórnsýslu að standa svona að málum.

Guðbjartur sagði sjálfsagt og eðlilegt að bíða eftir afgreiðslu þingsins áður en farið væri að ráða starfsfólk til stofnunarinnar. Hann tók fram að lögð hefði verið áhersla á að vanda allan undirbúning málsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert