Atli: Horfi bara í aurana

Kosið til Stjórnlagaþings á Kjarvalsstöðum.
Kosið til Stjórnlagaþings á Kjarvalsstöðum. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Ég var í sjálfu sér mjög spennt­ur fyr­ir þessu stjórn­lagaþingi í upp­hafi og ég hafði samþykkt það. Ég held að stjórn­lagaráð nái sama til­gangi og ráðgef­andi stjórn­lagaþing. Ég horfi bara í aur­ana. Ég verð að segja það,“ seg­ir Atli Gísla­son, þingmaður VG, um af­stöðu sína til upp­kosn­ing­ar.

„Stjórn­lagaþing átti að vera ráðgef­andi. Alþingi á loka­orð um all­ar breyt­ing­ar á stjórn­ar­skránni og síðan þjóðin í þjóðar­at­kvæðagreiðslu og síðan Alþingi aft­ur. Þannig að ég er sátt­ur við þessa lend­ingu,“ seg­ir Atli og á við hug­mynd­ir um stjórn­lagaráð. 

- Það hef­ur verið haft eft­ir Ögmundi Jónas­syni að hon­um hugn­ist ekki þessa stjórn­lagaþings­leið. Hvað finnst þér um þá af­stöðu inn­an­rík­is­ráðherra?

„Ég skil hann mæta­vel. Við eðli­leg­ar aðstæður hefði upp­kosn­ing verið eðli­leg­ust. Þetta ger­ir sama gagn, stjórn­lagaráð og stjórn­lagaþing. Við höf­um annað við pen­ing­ana að gera. Ég er á praktísk­um nót­um,“ seg­ir Atli og tek­ur fram að hann setji spurn­ing­ar­merki við að setja hundruð millj­óna í að fram­kvæma upp­kosn­ingu. 

Ekki gert ráð fyr­ir þjóðar­at­kvæðagreiðslu

- Fram kom í máli fjög­urra stjórn­lagaþings­fram­bjóðenda í Morg­un­blaðinu í gær að þeir vilji þjóðar­at­kvæðagreiðslu um til­lög­ur ráðsins, ef það tek­ur þá til starfa, áður en þær koma til kasta alþing­is. Hvað finnst þér um þess­ar hug­mynd­ir?

„Það var aldrei gert ráð fyr­ir því. Það var gert ráð fyr­ir að stjórn­lagaþing kæmi með til­lög­ur inn til alþing­is. Ef að alþingi samþykk­ir þær þá þarf að boða til þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Það var aldrei gert ráð fyr­ir að til­lög­ur stjórn­lagaþings færu í þjóðar­at­kvæðagreiðslu, enda fara þær inn í þingið.

En vel að merkja, ef það á að fara í þetta stjórn­lagaráð þarf að breyta lög­un­um um stjórn­lagaþing, af­nema þau lög og setja inn í sömu lög ákvæði um hlut­verk stjórn­lagaráðs. Mér finnst ég ná sömu niður­stöðu í mál­inu með því.“

Á að klár­ast í vor

- Hvað held­urðu að það taki lang­an tíma, að af­nema gömlu lög­in og samþykkja ný svo stjórn­lagaráð geti tekið aft­ur til starfa?

„Það ætti al­veg að geta klár­ast á þessu vorþingi. Ég sé ekki vand­kvæði á því. Það eru þrír mánuðir til stefnu og það ætti al­veg að geta klár­ast fyr­ir vor. Og ég sé fyr­ir mér að þetta ráð taki til starfa í sum­ar.“

- Þannig að það er ekki í mynd­inni að stjórn­lagaráðið taki til starfa í mars?

„Nei. Það er ekki í mynd­inni. Ég sé líka fyr­ir mér af hag­kvæmnis­ástæðum að þetta stjórn­lagaráð starfaði í sum­ar á meðan þing sit­ur ekki og nýtti aðstöðu þings­ins. Þá er ég ekki endi­lega að tala um þingsal­inn, held­ur er aðstaða þings­ins öll fyr­ir hendi, starfs­menn og annað. Þá má gera þetta hag­kvæm­ar. Við verðum að velta hverri krónu í þeim hremm­ing­um sem að við erum í.“

Komi til kasta þings­ins í haust

- Það er því óraun­hæft að ráðið byrji að starfa í mars?

„Já. Ég hef ekki trú á því. Það þarf að fara vand­lega yfir þetta. Það þarf að leggja fram frum­varp. Það fer inn í nefnd og það verður kallað eft­ir um­sögn.

Það kæmi til okk­ar kasta í haust á haustþingi. Þetta skipt­ir ekki máli tíma­lega séð vegna þess að ef ráðið tæki til starfa í byrj­un mars myndu þess­ar til­lög­ur aldrei koma inn fyrr en í haust. Stjórn­lagaráð myndi aldrei ljúka sér af fyrr en í maí. En ég skil vel sjón­ar­mið Ögmund­ar. Stjórn­lagaráð hef­ur sama til­gang og stjórn­lagaþing.

Til­gang­ur­inn er að breyta stjórn­ar­skránni og menn eru al­mennt um það að það þurfi að end­ur­skoða stjórn­ar­skrána. Sú vinna er 90-95% búin. Það liggja fyr­ir til­lög­ur frá fyrri stjórn­ar­skrár­nefnd­um, bæði um auðlind­irn­ar og sitt­hvað fleira. Það er hlut­verk for­sæta­embætt­is­ins og eitt og annað sem þarf að skoða bet­ur. Það er búið að vinna óhemju vinnu í stjórn­ar­skrár­breyt­ing­um allt frá ár­inu 2001, ef ég man rétt. Síðan komu fram til­lög­ur um þjóðar­at­kvæðagreiðslur og fleira á vorþingi 2009. Hug­mynd­ir liggja fyr­ir að mjög miklu leyti. Það er hægt að moða úr þeim.

Aðal­atriðið er þetta: Stjórn­lagaráð nær að mínu mati sama til­gangi og stjórn­lagaþing en við spör­um okk­ur ein­hver hundruð millj­óna í kosn­ing­um. Svo er deilu­atriði hvort að setja ætti upp upp kosn­ing­una - og Ices­a­ve. Ég held að það hafi ekki verið skyn­sam­legt. Þannig að þá þurf­um við að halda kosn­ing­ar og síðan upp­kosn­ingu. Við verðum að horfa á til­gang­inn. Hvað skil­ar þess­um mark­miðum sem að við stefn­um að við að breyta stjórn­ar­skránni.“

Atli Gíslason, þingmaður VG.
Atli Gísla­son, þingmaður VG. Ómar Óskars­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert