Íslenskir dómstólar hafa síðasta orðið

EFTA-dómstóllinn er staðsettur í Lúxemborg.
EFTA-dómstóllinn er staðsettur í Lúxemborg. mbl.is/Ómar Óskarsson

EFTA dóm­stóll­inn get­ur ekki dæmt ís­lenska ríkið til að greiða fé­bæt­ur vegna Ices­a­ve-reikn­inga í Bretlandi og Hollandi. Hann get­ur aðeins skorið úr um hvort Ísland hafi brotið gegn EES samn­ingn­um. Íslensk­ir dóm­stól­ar hafa síðasta orðið. Þetta sagði Skúli Magnús­son rit­ari EFTA dóm­stóls­ins í sam­tali við RÚV í kvöld.

Skúli seg­ir að falli Ices­a­ve-samn­ing­ur­inn sé lík­leg­asta fram­haldið að Eft­ir­lits­stofn­un EFTA, sem þegar hef­ur birt Íslandi áminn­ingu, vísi mál­inu til EFTA dóm­stóls­ins. En EFTA dóm­stóll­inn taki aðeins af­stöðu til þess hvort um samn­ings­brot hafi verið að ræða. Kom­ist hann að þeirri niður­stöðu myndu inn­stæðus­trygg­inga­sjóðir í Bretlandi og Hollandi vænt­an­lega höfða mál, en það yrðu þeir að gera fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Þeir myndu þá leita álits EFTA dóm­stóls­ins á því hvort brotið hafi verið svo al­var­legt að það bakaði rík­inu greiðslu­skyldu.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert