Íslenskir dómstólar hafa síðasta orðið

EFTA-dómstóllinn er staðsettur í Lúxemborg.
EFTA-dómstóllinn er staðsettur í Lúxemborg. mbl.is/Ómar Óskarsson

EFTA dómstóllinn getur ekki dæmt íslenska ríkið til að greiða fébætur vegna Icesave-reikninga í Bretlandi og Hollandi. Hann getur aðeins skorið úr um hvort Ísland hafi brotið gegn EES samningnum. Íslenskir dómstólar hafa síðasta orðið. Þetta sagði Skúli Magnússon ritari EFTA dómstólsins í samtali við RÚV í kvöld.

Skúli segir að falli Icesave-samningurinn sé líklegasta framhaldið að Eftirlitsstofnun EFTA, sem þegar hefur birt Íslandi áminningu, vísi málinu til EFTA dómstólsins. En EFTA dómstóllinn taki aðeins afstöðu til þess hvort um samningsbrot hafi verið að ræða. Komist hann að þeirri niðurstöðu myndu innstæðustryggingasjóðir í Bretlandi og Hollandi væntanlega höfða mál, en það yrðu þeir að gera fyrir íslenskum dómstólum. Þeir myndu þá leita álits EFTA dómstólsins á því hvort brotið hafi verið svo alvarlegt að það bakaði ríkinu greiðsluskyldu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka