Leggja fé í ylræktarver

Tómatar verða ræktaðir í stórum stíl í Grindavík ef risa …
Tómatar verða ræktaðir í stórum stíl í Grindavík ef risa ylræktarver verður að veruleika. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Bæjarráð Grindavíkur hefur ákveðið að leggja fram 750 þúsund krónur í undirbúningsvinnu vegna byggingar ylræktarvers fyrir tómata í Grindavík.

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, Fjárfestingarstofa Íslands og Eignarhaldsfélag Suðurnesja leggja einnig fram fé vegna versins.

Fram kemur í bókun bæjarráðs að með þessu skrefi er stigið fyrsta skrefið í þessu verkefni sem gæti skapað 50 til 70 störf.

Ylræktarverið er af teikniborði Fjárfestingarstofu sem unnið hefur að þeim í samvinnu við innlenda og erlenda fjárfesta. Hugmyndin gengur út á að byggja 100 þúsund fermetra gróðurhús í nágrenni virkjunar og nýta orkuna beint til framleiðslu til útflutnings.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert