Lesbíum gert að fylla út umsóknir sem karlmenn

Vinnumálastofnun
Vinnumálastofnun mbl.is/Ómar

Vinnu­mála­stofn­un tel­ur sér ekki unnt að verða við til­mæl­um vel­ferðarráðuneyt­is um að stofn­un­in hlut­ist til um að sér­stök eyðublöð verði aðgengi­leg á vefsvæði Fæðing­ar­or­lofs­sjóðs fyr­ir for­eldra af sama kyni.

Stjórn Sam­tak­anna 78 seg­ir að um óá­sætt­an­legt mann­rétt­inda­brot sé að ræða.

Í um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram, að stjórn­sýslukæra var send ráðuneyt­inu á síðasta ári vegna þess að Fæðing­ar­or­lofs­sjóður býður ekki upp á um­sókn­areyðublöð fyr­ir sam­kyn­hneigða for­eldra. Lögmaður sam­kyn­hneigðs pars seg­ir í blaðinu, að sú fram­kvæmd að láta lesb­í­ur fylla út um­sókn­ir sem karl­menn eða homma fylla út um­sókn­ir sem kon­ur sé jafnt niður­lægj­andi og sær­andi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert