Vinnumálastofnun telur sér ekki unnt að verða við tilmælum velferðarráðuneytis um að stofnunin hlutist til um að sérstök eyðublöð verði aðgengileg á vefsvæði Fæðingarorlofssjóðs fyrir foreldra af sama kyni.
Stjórn Samtakanna 78 segir að um óásættanlegt mannréttindabrot sé að ræða.
Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að stjórnsýslukæra var send ráðuneytinu á síðasta ári vegna þess að Fæðingarorlofssjóður býður ekki upp á umsóknareyðublöð fyrir samkynhneigða foreldra. Lögmaður samkynhneigðs pars segir í blaðinu, að sú framkvæmd að láta lesbíur fylla út umsóknir sem karlmenn eða homma fylla út umsóknir sem konur sé jafnt niðurlægjandi og særandi.