Meirihluti segist styðja Icesave

Frá atkvæðagreiðslu um Icesave fyrir ari.
Frá atkvæðagreiðslu um Icesave fyrir ari. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Rúmlega 61% þeirra kjósenda sem spurðir voru í skoðanakönnun sögðust ætla að samþykkja Icesave-samkomulagið í væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu.

Könnunin er gerð fyrir Fréttablaðið og Stöð 2 og niðurstöðurnar birtar í Fréttablaðinu í dag.

Tæp 39% þeirra þátttakenda sem afstöðu tóku sögðust ætla að hafna Icesasve-lögunum en 61% samþykkja. Tæp 30% höfðu ekki gert upp hug sinn.

Mikill meirihluti þeirra kjósenda sem sögðust styðja VG og Samfylkinguna  styðja Icesave og einnig 65% kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Meirihluti kjósenda Framsóknarflokksins hyggst aftur á móti hafna samningnum, eða tæp 78%, að því er fram kemur í könnuninni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert