Spurt almennt um heri

Timo Summa, sendiherra ESB á Íslandi.
Timo Summa, sendiherra ESB á Íslandi. mbl.is/Ernir

Í Eurobarometer-könn­un fram­kvæmda­stjórn­ar ESB sem kynnt var í vik­unni kom fram að 26% Íslend­ing­ar treysti her. Könn­un­in er stöðluð og er gerð í öll­um lönd­um sam­bands­ins og er þar spurt um þjóðheri land­anna. Á Íslandi átti spurn­ing­in hins veg­ar við um heri al­mennt.

Þegar niður­stöður könn­un­ar­inn­ar voru kynnt­ar á miðviku­dag kom fram í máli full­trú­ar Capacent sem gerði könn­una fyr­ir sendi­nefnd Evr­ópu­sam­bands­ins á Íslandi að óskað hafi verið eft­ir að sleppa spurn­ing­unni um hve mikið traust fólk bæri til hers þar sem hún ætti ekki við hér á landi. Ekki hafi hins veg­ar feng­ist leyfi til þess.

Útskýrði Timo Summa, sendi­herra ESB hér á landi, að spurn­ing­ar könn­un­ar­inn­ar væru staðlaðar til þess að auðveld­ara væri að bera sam­an niður­stöður henn­ar frá ári til árs. Í til­viki Íslands hafi verið gefið leyfi til þess að spyrja um her al­mennt og átti því spurn­ing­in ekki við ís­lensk­an her.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert