Steingrímur vill stjórnlagaráð

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon Ómar Óskarsson

„Ég tel að það sé hægt að yf­ir­stíga þá ann­marka sem menn sjá á stjórn­lagaráðsleiðinni og að þeir séu ekki svo al­var­leg­ir að hún sé ekki full­kom­lega fær leið,“ seg­ir Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra og formaður VG, um af­stöðu sína til hug­mynda um stjórn­lagaráð.

Stein­grím­ur seg­ir stöðuna sem upp er kom­in eft­ir ógild­ingu Hæsta­rétt­ar á stjórn­lagaþings­kosn­ing­unni óneit­an­lega erfiða.

„Það má segja að það sé eng­inn aug­ljós eða góður kost­ur í stöðunni eft­ir þessa uppá­komu með ógild­ingu kosn­ing­ar­inn­ar. Ég er að fara yfir skilagrein sam­ráðsnefnd­ar­inn­ar um stjórn­lagaþingið, rétt eins og aðrir þing­menn. Það þarf ein­hvern veg­inn að ákveða hvernig næstu skref verða tek­in í þessu máli.

Þau [nefnd­ar­menn] kom­ast að til­tek­inni niður­stöðu og ég var bú­inn að segja það áður að ég væri al­veg til í að standa að þeim kosti sem að skást­ur væri tal­inn og helst gæti sam­einað menn um næstu skref. Þannig að ég get al­veg staðið að því ef um það verður helst samstaða, að fara þessa stjórn­lagaráðsleið.“

- Hvað með hinn mögu­leik­ann, að efna til upp­kosn­ing­ar?

„Nefnd­in fór yfir allt málið og hallaðist að þess­ari niður­stöðu að lok­um. Þannig að ég vil skoða þá leið og væri til­bú­inn til þess fyr­ir mitt leyti að standa að því að fara hana,“ seg­ir Stein­grím­ur og á við mögu­lega skip­an í stjórn­lagaráð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert