77% á ekki í erfiðleikum með að standa í skilum

Um 77% Íslendinga segja í Eurobarometer-könnun sem framkvæmd var fyrir Evrópusambandið að þeir eigi ekki í erfiðleikum með að greiða reikninga heimilisins. Aðeins 17% segja fjárhaginn frekar slæman og 3% segja hann mjög slæman.

Könnunin er gerð fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í öllum löndum sambandsins og þær hafa einnig verið gerðar í löndum sem sótt hafa um aðild að sambandinu.

Hópurinn sem oftast segist eiga í erfiðleikum með að greiða reikninga er fólk á aldrinum 25-39 ára, en 9% þeirra segjast ofast hafa átt í erfiðleikum með að greiða reikninga á móti 5-8% þeirra sem yngri eru. Þeir sem luku námi 16 ára eiga oftar í erfiðleikum með að greiða reikninga en þeir sem eru með meiri menntun.

Staða Íslands er vel ofan við meðaltal ef svörin eru borin saman við önnur lönd. Að meðaltali segja 61% svarenda í ESB að fjárhagur þeirra sé góður. Hæst er hlutfallið í Svíþjóð og Danmörku eða 87-89%. Þetta hlutfall er lægst í Búlgaríu, Grikklandi og Portúgal eða um eða innan við 30%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert