77% á ekki í erfiðleikum með að standa í skilum

Um 77% Íslend­inga segja í Eurobarometer-könn­un sem fram­kvæmd var fyr­ir Evr­ópu­sam­bandið að þeir eigi ekki í erfiðleik­um með að greiða reikn­inga heim­il­is­ins. Aðeins 17% segja fjár­hag­inn frek­ar slæm­an og 3% segja hann mjög slæm­an.

Könn­un­in er gerð fyr­ir fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins í öll­um lönd­um sam­bands­ins og þær hafa einnig verið gerðar í lönd­um sem sótt hafa um aðild að sam­band­inu.

Hóp­ur­inn sem oft­ast seg­ist eiga í erfiðleik­um með að greiða reikn­inga er fólk á aldr­in­um 25-39 ára, en 9% þeirra segj­ast of­ast hafa átt í erfiðleik­um með að greiða reikn­inga á móti 5-8% þeirra sem yngri eru. Þeir sem luku námi 16 ára eiga oft­ar í erfiðleik­um með að greiða reikn­inga en þeir sem eru með meiri mennt­un.

Staða Íslands er vel ofan við meðaltal ef svör­in eru bor­in sam­an við önn­ur lönd. Að meðaltali segja 61% svar­enda í ESB að fjár­hag­ur þeirra sé góður. Hæst er hlut­fallið í Svíþjóð og Dan­mörku eða 87-89%. Þetta hlut­fall er lægst í Búlgaríu, Grikklandi og Portúgal eða um eða inn­an við 30%.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka