Jón Gnarr vekur athygli á Írlandi

Jón Gnarr.
Jón Gnarr. Ómar Óskarsson

Sérstaklega er fjallað um heimsókn Jóns Gnarr, borgarstóra Reykjavíkur, til Dyflinnar í Irish Times, helsta dagblaði Írlands. Gerry Breen, borgarstjóri Dyflinnar, sýndi Jóni ráðhús borgarinnar og ýmsar minjar. Jón telur stjórn VG og Samfylkingar ekki hafa fengið það hrós sem hún eigi skilið.

Rætt er við Einar Örn Benediktsson, flokksbróður Jóns í Besta flokknum, um stjórnmálin á Írlandi og Íslandi.

Írar ganga nú til þingkosninga og segir Einar Örn í samtali við blaðið að ef marka megi auglýsingaspjöldin vegna kosninganna sé lítil sköpun í stjórnmálunum á Írlandi.

Athygli vekur að Jón tekur upp hanskann fyrir ríkisstjórn VG og Samfylkingar með þeim orðum að hún hafi ekki fengið þá viðurkenningu sem hún eigi skilið fyrir viðleitni sína til að rétta þjóðarskútuna af eftir fjármálahrunið.

Fram kemur í greininni að bróðir Breen, Patrick Breen, sé búsetur á Íslandi og starfi hér á vegum kaþólsku kirkjunnar.

Blaðamaðurinn, Ronan McGreevy, hefur eftir borgarstjóra Dyflinnar að sá „þreytti“ brandari að eini munurinn á Íslandi og Írlandi sé einn stafur og sex mánuðir, með vísan til sömu örlaga smáríkjanna í fjármálum á síðustu árum, sé byggður á misskilningi þar sem sama þróun hafi tekið tvö ár á Írlandi.

Blaðið ræddi ítarlega við Einar Örn í aðdraganda heimsóknarinnar og lýsti hann þá því yfir að liðsmenn Besta flokksins „elskuðu að stjórna ekki með óttanum“.

Grein McGreevy má nálgast hér.

Grínistar hjálpa til við björgun Íslands er fyrirsögn greinarinnar. Á …
Grínistar hjálpa til við björgun Íslands er fyrirsögn greinarinnar. Á myndinni má sjá Breen sýna Jóni Gnarr ráðhúsið í Dyflinni.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert