Lilja vill uppkosningu

Lilja Mósesdóttir og Ásmundur Einar Daðason.
Lilja Mósesdóttir og Ásmundur Einar Daðason. Ómar Óskarsson

Lilja Mósesdóttir alþingismaður VG segist vera andvíg þeirri leið sem starfshópur leggur til varðandi skipan í stjórnlagaráð, en hópurinn leggur til að ekki verði kosið aftur á stjórnlagaþing heldur verði 25 manna sem hlaut kosningu skipaður í stjórnlagaráð þrátt fyrir ógildingu Hæstaréttar á kosningunum.

„Ég er sammála Ögmundi og Sigmundi Davíð. Stjórnlagaráð er hjáleið framhjá niðurstöðu Hæstaréttar sem dregur úr trúverðugleika þess. Ég vil uppkosningu eða aðrar kosningar til stjórnlagaþings,“ segir Lilja á Facebook-síðu sinni. Efasemdir eru því bæði í VG og Framsóknarflokki um þá tillögu sem nefndin lagði til. Sjálfstæðisflokkurinn er líka andvígur tillögunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert