„Menn eru misjafnlega settir út af því að þeir eru búnir fara úr vinnu og ráðstafa sumarfríum og svo framvegis. Allir eru þó á því að því fyrr sem við fáum að vita hvernig þetta fer því betra,“ segir Ómar Ragnarsson stjórnlagaþingsframbjóðandi.
Ómar segir nokkra í stjórnlagahópnum ekki hafa gert upp hug sinn um hvort þeir taki sæti í stjórnlagaráði, ef af verður.
„Við vorum 16 á fundinum í gær og af þeim voru tvö sem lýstu yfir efasemdum. Það er óráðið með framhaldið hjá nokkrum í hópnum. Það er erfitt að ákveða sig fyrir sumarið. Þetta er svo mikil röskun á högum. Ef framhaldið verður unnið sæmilega hratt held ég að alþingi verði ekki í vandræðum með að manna þetta. Ég held að það sé ekki vandamálið.
Ég vil að öðru leyti ekki ræða þessi hlutföll. Þetta sveiflast dag frá degi, eftir því hvernig málið gengur. Í gær voru 16 á fundi stjórnlagahópsins.“