Sigmundur: Stjórnlagaþingið getur beðið

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Kristinn Ingvarsson

„Ég hef talið best að nýta tím­ann sem að menn hafa. Menn hafa tíma. Það ligg­ur ekk­ert á að klára þetta,“ seg­ir Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, um af­stöðu sína til stjórn­lagaþings­máls­ins.

„Það er ráð að taka til skoðunar hvort ekki sé hægt að gera úr­bæt­ur á mál­inu og leysa úr þeim göll­um sem voru komn­ir í ljós áður en Hæstirétt­ur skilaði sinni niður­stöðu.“ 

- Hvað með upp­kosn­ingu?

„Ég hefði frek­ar kosið, ef menn ætla að halda nýtt stjórn­lagaþing, að fara þá leið að reyna að breyta fyr­ir­komu­lag­inu með þeim hætti að það lagaði þessa galla. Það myndi hvetja til auk­inn­ar þátt­töku, skýr­ara kjörs og skila meiri þversk­urði þjóðar­inn­ar,“ seg­ir Sig­mund­ur Davíð og á við að hann kjósi frek­ar aðra kosn­ingu með skýr­ari um­gjörð.

„Ég hef eng­an sér­stak­an tím­aramma í huga, aðeins að menn geri það sem þarf og vinni það vel.“

- Ögmund­ur Jónas­son inn­an­rík­is­ráðherra úti­lok­ar ekki í sam­tali við Morg­un­blaðið að upp­kosn­ing geti farið fram í maí, þ.e.a.s. áður en sum­ar­frí hefjast. Tel­urðu að það sé raun­hæf­ur mögu­leiki?

„Það gæti svo sem verið það. Hins veg­ar fel­ur sú til­laga vænt­an­lega í sér að stjórn­lagaþingið starfi þá í sum­ar en ég tel það frek­ar óheppi­legt. Það væri ef til vill betra að kjósa í haust og að þingið taki svo við í fram­hald­inu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert