Taldi synjunina auka atvinnuleysi

Herra Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum.
Herra Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum. mbl.is/Golli

Guðmund­ur Ólafs­son, lektor í hag­fræði við Há­skóla Íslands, taldi í sam­tali við frétta­stofu AFP að synj­un herra Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar, for­seta Íslands, á nýju Ices­a­ve-lög­un­um kynni að leiða til auk­ins at­vinnu­leys­is á Íslandi.

„Ákvörðun for­set­ans um að setja Ices­a­ve í þjóðar­at­kvæðagreiðslu mun leiða til stöðnun­ar í hag­kerf­inu, geta rík­is­ins til að afla láns­fjár mun versna og at­vinnu­leysi mun aukast,“ sagði Guðmund­ur í sam­tali við AFP í laus­legri þýðingu á ís­lensku.

Í fyr­ir­sögn grein­ar­inn­ar seg­ir, að Íslend­ing­ar séu „slegn­ir“ yfir þeirri ákvörðun for­set­ans að synja nýju lög­un­um staðfest­ing­ar.

Grein­ina má nálg­ast hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert