Taldi synjunina auka atvinnuleysi

Herra Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum.
Herra Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum. mbl.is/Golli

Guðmundur Ólafsson, lektor í hagfræði við Háskóla Íslands, taldi í samtali við fréttastofu AFP að synjun herra Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, á nýju Icesave-lögunum kynni að leiða til aukins atvinnuleysis á Íslandi.

„Ákvörðun forsetans um að setja Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu mun leiða til stöðnunar í hagkerfinu, geta ríkisins til að afla lánsfjár mun versna og atvinnuleysi mun aukast,“ sagði Guðmundur í samtali við AFP í lauslegri þýðingu á íslensku.

Í fyrirsögn greinarinnar segir, að Íslendingar séu „slegnir“ yfir þeirri ákvörðun forsetans að synja nýju lögunum staðfestingar.

Greinina má nálgast hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert