Vill samvinnu með Sjálfstæðisflokki

Róbert Marshall.
Róbert Marshall.

„Sam­ráðsnefnd­in um stjórn­lagaþings­málið er búin að leggja til að fara í stjórn­lagaráð og úr því sem komið er held ég að það sé skyn­sam­leg­asta leiðin,“ seg­ir Ró­bert Mars­hall, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, um af­stöðu sína til stjórn­lagaráðs. Hann seg­ir rétt að hlusta á sjálf­stæðis­menn í mál­inu.

- Hvað finnst mér um það sjón­ar­mið inn­an­rík­is­ráðherra að fara frek­ar leið upp­kosn­ing­ar?

„Það er sjón­ar­mið sem ég hef mik­inn skiln­ing á og studdi sjálf­ur. Það er sú leið sem ég hefði viljað fara. Hins veg­ar verður maður að taka mið af póli­tískri stöðu máls­ins. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn lagði mjög mikla áherslu á að það í ut­andag­skrárum­ræðum á þriðju­dag­inn að blanda ekki þessu tvennu sam­an,“seg­ir Ró­bert og á við stjórn­lagaráðsmálið og Ices­a­ve-deil­una.

„Ef að við ætluðum að fara með upp­kosn­ing­una á sama tíma og Ices­a­ve-at­kvæðagreiðslan fer fram þyrft­um við að gera breyt­ing­ar á lög­un­um um stjórn­lagaþingið. Það kall­ar á sam­vinnu og yf­ir­legu í þing­inu og þegar það er strax búið að gefa það mjög sterk­lega í skyn að það ná­ist ekki sam­komu­lag verða menn ein­fald­lega að end­ur­meta stöðuna. Mér finnst rétt að hlusta á Sjálf­stæðis­menn í þessu máli.

Þeirra rök eru efn­is­leg og það ber að taka mið af þeim. Mér finnst mjög mik­il­vægt að það ríki sátt um það að halda Ices­a­ve utan við þjóðar­at­kvæðagreiðsluna. Þetta breyt­ir for­send­um máls­ins í mín­um huga. Mér finnst ekki koma til greina að halda tvenn­ar kosn­ing­ar, ein­ar um Ices­a­ve og aðra um stjórn­lagaþingið. Þannig að ég held að úr því sem komið var að þetta sé besta leiðin.“

- Hvernig skynj­arðu af­stöðu flokks­bræðra þinna til máls­ins.

„Ég held að hún sé að mörgu leyti mjög sam­bæri­leg minni. Menn vildu auðvitað fara upp­kosn­inga­leiðina marg­ir hverj­ir, en hafa skiln­ing á því að við þurf­um að leggja áherslu á að það sé sæmi­leg­ur friður í kring­um Ices­a­ve-at­kvæðagreiðsluna.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur staðið með okk­ur að stór­um hluta í því máli og okk­ur ber að hlusta á aðvör­un­ar­orð þeirra. Þeir vilja ekki blanda stjórn­lagaþing­inu sam­an við Ices­a­ve-at­kvæðagreiðsluna. Þetta er „prag­ma­tísk“ póli­tísk nálg­un sem tek­ur mið af stöðunni eins og hún er. Menn geta haft ósk­ir um að gera þetta með ein­um eða öðrum hætti. En í póli­tík þurfa menn líka að vera til­bún­ir að sýna sveigj­an­leika og gera mála­miðlan­ir.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert