Gæti beitt sér í Icesave-deilunni

Andstæðingar fyrri samningsins skora á forsetann að hafna honum.
Andstæðingar fyrri samningsins skora á forsetann að hafna honum. Rax / Ragnar Axelsson

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, úti­lok­ar ekki að hann muni beita sér gegn nýja Ices­a­ve-samn­ingn­um í þjóðar­at­kvæðagreiðslunni 9. apríl með mála­fylgju í þingi og í fjöl­miðlum.

„Við erum ekki búin að fara yfir það hvort að við beit­um okk­ur sér­stak­lega í aðdrag­anda at­kvæðagreiðslunn­ar. Ég var nú á því að þegar for­set­inn synjaði núna að stjórn­mála­flokk­arn­ir væru ekki mikið að beita sér í mál­inu. Ef þetta hins veg­ar þró­ast þannig að þetta máli þró­ist póli­tískt - að það verði tek­ist á um það á þing­inu - að þá mun maður ef­laust láta til sín taka í því. Þá er ég tala út frá stöðunni eins og hún er núna.

Ég ít­reka hins veg­ar að ef málið dregst inn í stjórn­má­laum­ræðuna að þá er það kannski óhjá­kvæmi­legt að flokk­arn­ir láti til sín taka,“ seg­ir Sig­mund­ur Davíð.

Siv Friðleifs­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði í þætt­in­um Sprengisandi á Bylgj­unni í dag, að hún hefði tekið ákvörðun um að greiða at­kvæði með Ices­a­ve-samn­ingn­um í þjóðar­at­kvæðagreiðslunni í apríl. Siv sat hjá þegar greidd voru at­kvæði um Ices­a­ve-frum­varpið á Alþingi fyrr í þess­um mánuði. 

Gagn­rýndi þversagn­ir í mál­flutn­ingi

Sig­mund­ur Davíð var gagn­rýn­inn á nýja samn­ing­inn í þing­ræðu 15. des­em­ber sl.

Þar sagði formaður Fram­sókn­ar eft­ir­far­andi:

„Frú for­seti. Allt er þetta jafnþversagna­kennt og fyrr. Ég geri ráð fyr­ir því að hæstv. for­sæt­is­ráðherra hafi verið að reyna að halda því fram að vegna þess að ástandið er orðið svona miklu betra núna í fram­haldi af því að gamla Ices­a­ve-samn­ingn­um var hafnað — það kom ekki þessi ís­öld sem Sam­fylk­ing­in talaði um. Þvert á móti telst Ísland núna vera traust­ari lán­tak­andi en Spánn. Skulda­trygg­ingarálag Íslands hef­ur lækkað jafnt og þétt frá því að gamla Ices­a­ve-samn­ingn­um var hafnað — séu aðstæður all­ar miklu betri núna til að semja.

Spurn­ing­unni er samt ekki svarað um hvernig hæstv. for­sæt­is­ráðherra ætl­ar að færa rök fyr­ir því að mun­ur­inn á kostnaðinum sé ekki nema rúm­ir 100 millj­arðar kr. þegar það er svart á hvítu ljóst að mun­ur­inn á því eins og þetta var reiknað á sín­um tíma og því sem rík­is­stjórn­in held­ur fram að sé kostnaður­inn núna nem­ur 400–500 millj­örðum kr.“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert