Jarðskjálfti í Reykjavík

Reykjavík
Reykjavík Ragnar Axelsson

Jarðskjálfti varð í Reykjavík um kl. 9 í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands var stærð skjálftans um 4. Skjálftinn átti upptök sín við Kleifarvatn, en um 200 skjálftar hafa mælst þar síðan á miðnætti.

Skjálftinn fannst greinilega víða á höfuðborgarsvæðinu. Á skrifstofum Morgunblaðsins við Hádegismóa fór ekki á milli mála hvað var að gerast því að húsið hristist líkt og lítill kofi þegar hurð er skellt.

Jarðskjálftahrina hefur verið í gangi við Kleifarvatn frá því á fimmtudagskvöld og snemma í morgun urðu þar tveir nokkuð stórir skjálftar, báðir um 3,2 af stærð. 

Jarðskjálftakort Veðurstofunnar frá því kl. 9:30 í morgun.
Jarðskjálftakort Veðurstofunnar frá því kl. 9:30 í morgun.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert