Jarðskjálfti í Reykjavík

Reykjavík
Reykjavík Ragnar Axelsson

Jarðskjálfti varð í Reykja­vík um kl. 9 í morg­un. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Veður­stofu Íslands var stærð skjálft­ans um 4. Skjálft­inn átti upp­tök sín við Kleif­ar­vatn, en um 200 skjálft­ar hafa mælst þar síðan á miðnætti.

Skjálft­inn fannst greini­lega víða á höfuðborg­ar­svæðinu. Á skrif­stof­um Morg­un­blaðsins við Há­deg­is­móa fór ekki á milli mála hvað var að ger­ast því að húsið hrist­ist líkt og lít­ill kofi þegar hurð er skellt.

Jarðskjálfta­hrina hef­ur verið í gangi við Kleif­ar­vatn frá því á fimmtu­dags­kvöld og snemma í morg­un urðu þar tveir nokkuð stór­ir skjálft­ar, báðir um 3,2 af stærð. 

Jarðskjálftakort Veðurstofunnar frá því kl. 9:30 í morgun.
Jarðskjálfta­kort Veður­stof­unn­ar frá því kl. 9:30 í morg­un.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert