Mikill fjöldi jarðskjálfta nú í morgun kemur greinilega fram á 48 klukkustunda tímakvarðakorti Veðurstofu Íslands sem nú er aðgengilegt á netinu.
Samkvæmt Veðurstofu Íslands urðu þrír skjálftar sem voru stærri en 3 stig.
Í fyrsta lagi klukkan 09:49 á 1,1 km dýpi 5,7 km NA af Krýsuvík upp á 3,3 stig. Í öðru lagi klukkan 09:05 á 4,7 km dýpi 5,1 km NNA af Krýsuvík. Þá varð skjálfti upp á 3,6 stig 40,8 km ASA af Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg klukkan 08:20.
Hjá Veðurstofunni hafa hins vegar fengist þær upplýsingar að stærsti skjálftinn hafi að líkindum verið 4 stig.
Umrædd gögn eru fengin af þessari vefslóð.