Jarðskjálftinn sem fannst greinilega í Reykjavík fyrir stundu átti upptök í Krýsuvík. Hann var að líkindum 4 stig, að því er sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands áætlar.
„Jarðskjálfti sem var 4 stig að stærð mældist kl 09:06 í morgun u.þ.b. 4 km NA af Krýsuvík. Hann fannst víða á höfuðborgarsvæðinu.
Jarðskjálftahrina hófst við Kleifarvatn á fimmtudagskvöld. Upp úr kl. 05:00 í morgun jókst virknin og þegar þetta er skrifað kl. 10 er hún enn mikil og hafa mælst yfir 200 skjálftar á þessu svæði frá miðnætti s.l. Vel er fylgst með framvindu mála,“ skrifar Sigþrúður Ármannsdóttur, sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
Hér má nálgast bráðabirgðayfirlit yfir jarðskjálftana í morgun en eins og sjá má áttu þeir upptök á mismiklu dýpi í jarðskorpunni.